Eðlileg krafa lánsfjárveitenda

Þegar við Íslendingar skrifum undir alþjóðasamninga verður að hafa eitt algjörlega á hreinu. Okkar skyldur eru á okkar ábyrgð. FME, Seðlabankinn og ríkisstjórnir eru þær stofnanir sem erlend ríki líta á sem lögmæta fulltrúa landsins. Leikaraskapur, útúrsnúningar, leit að lagafléttum og reyna að vera sniðugasti strákurinn í bekknum eru ekki samskiptaform sem tekið er mark á þegar alvarleg vandamál koma upp. Samningarnir komu Íslendingum vel. Skapaði umhverfi fyrir banka, peningamenn, forsetann sem og aðrar stofnanir samfélagsins til að valsa um víðan völl og telja fyrst og fremst sjálfum sér trú um innsýn, yfirsýn og hæfileika til að búa til peninga úr væntingum. Eitthvað sem engri þjóð hefur tekist fram til þessa. Greiða yfirverð fyrir nær allar fjárfestingar með erlendu lánsfé sem ekki var vitað hverning yrði endurfjarmagnað. 

Í dag ber Íslandi skylda til að standa við samninga sem voru gerðir af kosnum fulltrúum þjóðarinnar. Það er fyrsta skrefið. Við komast hjól atvinnulífsins og samfélagsins á snúning. Næsta skref er svo að hreinsa út í þeim eftirlitsstofnunum sem fóru fyrir aðgerðarleysi sem sigldi þóðarskútunni á sker. Skiptir þar litlu úr því sem komið er hvort um siðspillta sérhagsmunasinna eða minna vel gefna einstaklinga er að ræða sem ekki skildu hlutverk sitt. Það er skylda hvers stjórmálaflokks að taka til hjá sér. Vandamál Íslands í dag tengist ekki því hvar í flokki menn standa. Vandamálið er risið langt út fyrir þann lúxus að flokkast undir skoðanaskipti á vinstri og hægri væng samfélagsins. Hver og einn stjórnmálamaður og embættismaður verður að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir hvað hann gerði og hver hans ábyrgð er. Taka pokann sjálfur eða bíða þar til þjóðarhreyfingin sem er að myndast um þetta vandamál aðstoðar við að pakka niður. 

Enginn mælir með aðferðum eins og þeim sem Bretar beita okkur Íslendinga í dag. Þær má þó skilja í ljósi þess að það ríkir fullkomið vantraust erlendis til fulltrúa þjóðarinnar ekki almennra Íslendinga.


mbl.is Samningar um Icesave eina leiðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

A breath of fresh air....I am certain that as soon as the Icelandic government take responsible action  instead of trying to blame evryone else in the world but themselves, then doors will open all over europe and beyond........But someone needs to put certain people behind bars for what they did. The bankers are still on ridiculous wages and others still own football clubs and private jets and Yachts and massive housing property...and etc etc etc

Good luck........

Fair Play (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Með hryðjuverkalögum Breta á Landsbankann í Bretlandi og fryst allar eigur og skuldir Landsbankans þar þá varð Breska ríkisstjórnin sjálfkrafa ábyrgð fyrir öllum inn og útlánum bankans í Bretlandi og Icesave líka. Um hvað á að semja spyr ég ? samkvæmt ES skuldbindingum þá ábyrgist íslenska ríkið allt að 21.000 evrum per reikning (ef ég man rétt þá heimta Bretar 50.000 evrur per reikning) svo þeir geta bara étið það sem úti frýs, þeir ákváðu að ábyrgjast þetta sjálfir.

Sævar Einarsson, 13.11.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eggert Kjartansson

Höfundur

Eggert Kjartansson
Eggert Kjartansson
Áhugamaður um samfélag þjóðanna og þá sérlega það sem þeim er ekki sameiginlegt
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband