Háttvirtur stjórnmálamaður

Það er merkilegt að ykkur stjórmálamönnum dettur það eitt í hug að ganga bónliða um lán til að binda börn þessa lands í klafa, losa ykkur við auðlindir og tryggja þingmanna ellilífeyrinn góða.

Mín tillaga er að snúa vörn í sókn. Tryggja að þau ágætu sóknarfæri glatist nú ekki öll sem eru fyrir hendi sem íslenskir fjárfestar keyptu og bankarnir þ.e.a.s þjóðin á í dag. Nefna má einingar í Baug, Eimskip og fl. fyrirtækjum. Ekki brunaútsölu. Göngum bónleið um lán til vina og tryggjum eignirnar. Ekkert volæði. Gangið bónleiðina til að tryggja tekjur til samfélagsins en ekki bónleiðina til að gefast upp.

Leitum starfsfólks og vel menntaðs fólks til þess að reka þessa starfsemi. Fáið lán hjá Rússunum til að græða á Bretum og öðrum ágætum frændum okkar. Veð okkar eru bestur verslanir Tjallans. Auðvitað fer sumt. Við því er ekkert að gera. Þann skell verðum við að taka. Bændur slátra ekki síðustu beljunni upp í skuld.

Bretarnir hætta ekki að versla í Debenams og HoF. Tryggjum að einhverju leiti niðurgreiðslu skulda hjá Icesave. Tvöföld ánægja við að versla fallega flík og greiða um leið niður skuldina fyrir Tjallann. Gerum skuldir Baugs sem og fl. fyrirtækja að þjóðarauð, ekki bara hreinu tapi. Væri ekki ágætt að treysta einhverju af þessu ágæta fólki sem var og er vel menntað til að stýra þessum eignum fyrir hönd bankanna og koma þannig hluta þeirra sem tengdust fyrirtækjum og bönkum erlendis í vinnu á vegum þjóðarinnar við að skila tekjum heim. Það væri nær en að gefast svona upp. Ef Green eða Trölli geta neytt okkur í brunaútsölu stendur sjávarútvegurinn, raforkan og lopapeysur ekki undir því láni sem IMF veitir. Það þarf að afla tekna erlendis fyrir þeim skuldum sem búið er að koma okkur í.

Gangi ykkur vel og það væri örugglega gleðiefni hverjum Íslending að stjórnmálamenn gæfu þjóðinni sem á að axla þessa ábyrgð tækifæri til að gera sér mat úr útrásinni. Það liggur mikill auður í þeirri vinnu sem hefur verið unnin þó nokkuð nýfrjáls hafi verið.  Nýtið ykkur þekkingu á stofnunum og samstarfsvilja vinaþjóða. Farðu til Noregs og fáðu lán til að tryggja tekjur. Fyrir Brown er þetta bara viðskipti - ekkert pesónulegt. Þetta eru eignir sem margir vilja. Við eigum þessar eignir í dag og þær munu hækka. 


mbl.is Steingrímur J: Biðlar til norskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eggert Kjartansson

Höfundur

Eggert Kjartansson
Eggert Kjartansson
Áhugamaður um samfélag þjóðanna og þá sérlega það sem þeim er ekki sameiginlegt
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband