1.11.2008 | 17:30
Sammála Gylfa
það verður að koma í veg fyrir að fólk lendi á götunni, börn flosni upp úr vinahóp og skóla
það verður að standa vörð um að bankarnir heimskist ekki í kjöfar fyrirrennara
Það verður að standa vörð um samfélagið
Í dag er samfélagið okkar sjúklingur og að honum ber að hlúa. Rýrður trausti erlendis sem og innanlands. Einbeitum okkur að kjarna málsins. Fjölskydur munu axla ábyrgð útrársarinnar. Stöndum vörð um þær. Tryggjum að þær geti verið áfram á sínu heimili. samfélagslegur kostnaður af því er lítll miðað við það umrót sem verður ef margir flosna upp.
Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Eggert Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið rétt! Fjölskyldur mega ekki lenda á götunni! Við erum svo fá og við VERÐUM að ala ungviðið okkar upp í öryggi, von og jákvæðni. Sama á hverju dynur. Ég bjó lengi erlendis og upplifði m.a. 4 ára fátækt, með 5 ung börn, en mér tókst að láta þau ekki verða vör við það hvað við vorum illa stödd. Börn taka lífinu eins og það er og glöð fyrirmynd er áríðandi, þá er barnið glatt og öruggt. Í dag eru börnin mín blönk með sín börn, en öll með þak yfir höfuðið. Takk Eggert! Og Gylfi ;)
anna (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:09
Þetta er samt móðgun við folkið sem þurfti að horfa upp á vini og ættingja drepast úr hor. Einn af hvejum fimm dóu vegna Móðuharðindanna, 75% búfjár drapst. Ástandið er kannski slæmt í dag, en það er ekki hægt að bera þessi tímabil saman.
Villi Asgeirsson, 1.11.2008 kl. 21:38
Hvað er hann að þenja sig maðurinn, heyrði útvarpsviðtal við hann á föstudaginn þar sem hann upplýsti um það að ekki mætti afnema verðtryggingua til að lífeyrissjóðirnir verði ekki af neinu!!!!!! og hann er formaður einhverrar nefndar eða starfshóp sem á að skoða verðtryggingarmál og niðurstaða hans virðist vera fyrirfram ákveðin. Hann er af þeirri kynslóð íslendinga sem fengu húsin sín frítt (verðbólgan sá til þess og þá var engin verðtrygging) og nú eigum við sem erum á miðjum aldri á vinnumarkaði að borga fyrir hann og hans líka eftirlaunin með því að brenna það sem við kunnum að eiga í húsunum okkar. Ég segi fyrir mig að ég vil frekar afnema verðtryggingu þó svo að ég missi helming af öllum lífeyrisréttindum þvi að ef svo fer fram sem horfir í munu eignir okkar sem skuldum í verðtryggðum lánum brenna það sem við kunnum að eiga í fasteignum okkar.
nonni. (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.