Innri vöxtur til viđhalds hagvexti í Kína

Á ţeim fundum sem ég hef átt hér undanfarna daga međ kínverskum viđskiptamönnum og fulltrúm opinberra fyrirtćkja er notalegt ađ finna ţá samúđ sem viđ Íslendingar eigum í Kína. Skilningur á ađhaldsleysi viđ fjármálastofnanir og forsvarsmenn fjármálafyrirtćkjanna er ekki fyrir hendi. Hörđ viđbrögđ Breta eru sett í sögulegt samhengi fyrrum heimsveldis.

Kínverskir viđmćlendur mínir gera alls ekki ráđ fyrir ađ hagvöxtur muni dragast mikiđ saman í Kína ţrátt fyrir almennan samdrátt í heimsverslun. Ţvert á móti gera ţeir ráđ fyrir ađ Kínverjar munu einhenda sér í enn frekari uppbyggingu innanlands og tryggja ţannig störf og hagvöxt. Innflutningur mun aukast og ţađ mun eiga sér stađ samdráttur í útflutningi vegna sterks gjaldmiđils og minnkandi eftirspurnar.

Íslensk fyrirtćki munu vćntanlega geta nýtt sér ţau sóknarfćri sem skapast.   


mbl.is Kína gagnrýnir agaleysi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skilningur í Kína og samúđ međ Íslendingum

Ţađ er margt fleira í lagi hér en kreditkortin í Kína. Ég vil koma fram ađ viđ vinnu mína hér í Kína undanfarna daga hef ég hitt marga Kínverjar sem hafa upp til hópa lýst samúđ og skilningi međ okkur Íslendingum í ţessum hremmingunum okkar. Kínverjar sem hafa gengiđ gegnum mikla erfiđleika svo sem öfluga jarđskjálfta, flóđ, matvćlaeitranir, samdrátt í efnhagslífinu en ţrátt fyrir ţađ náđ ađ skipuleggja og halda frábćra Ólympíuleika sem dćmi sem og hefja mikla endurreisn sem ađ hluta stendur undir hagvexti ţó dragi tímabundiđ úr útflutningi.

Evrópskur frćndi okkar Brown sem setti hriđjuverkalög á íslensku ţjóđina og frysti eignir má hafa í huga ađ mikiđ af ţeim fjárfestingum Íslendinga sem gerđar voru í Bretlandi stóđu ekki undir útreiknađri arđsemi. Miklir fjármunir sem fluttir voru frá Íslandi til Bretlands lentu hjá breskum bönkum og ţegnum. Nú ţegar hriđjuverkalögin eru í gildi er Brown hetjunni í lófa lagiđ ađ rannsaka hvert ţađ fé var sent og hvort Bretar hafi jafnframt notiđ ţess nokkuđ. Hetjunni Brown ber skilda til ađ leggja fram haldbćr rök fyrir gjörningum sínum sem hafa geysilega víđtćk áhrif fyrir okkur Íslendinga ofan á annađ sem er í gangi. Viđ getum veriđ Bretum sár fyrir ţessi "vinahót" hans sem snerta alla íslensku ţjóđina en ekki einhverja örfáa. Okkur Íslendingum stendur ekki á sama um ađ sparifé fólks brenni upp vegna mistaka, hvorki í Bretlandi, Hollandi né nokkru öđru landi. Ísland er í ţeim efnum ekki undanskiliđ. Ef um ţjófnađ er ađ rćđa og jafnvel siđlaus svik ber ađ taka á slíku og ţess er ég fullviss ađ allur almenningur á Íslandi fagnar slíkri rannsókn. Vonandi fer hún fram sem fyrst til ađ hreinsa nafn okkar. Benda má á ađ viđ ţá rannsókn mikilmennisins Brown kemur vćntanlega fram hvar erlendar eignir útrásarvíkinganna lentu ef ţćr eru ţá einhverjar. 

Wouter Bos í Hollandi getur veriđ samferđa í úttektarvinnu vinar okkar Brown.

Nú er bara fyrir okkur Íslendingar ađ standa ţétt, bretta upp ermar, hreinsa drasliđ út, ţrífa kofann, gćta ţess ađ missa ekki mannauđ úr landi í verkefni sem skila Íslandi engu og treysta ráđamönnum. Slíđra sverđin en halda ţeim viđ. Spurningarnar og tímafrekar rannsóknir koma síđar. Nú er einfaldlega ekki rétti tíminn til ţess bölsótast og sleikja sárin. Fullfrísku fólki er ekki vorkunn nema ţá í örfáa daga sem eru liđnir.

Međ vegabréfsáritun um öll lönd vegna góđra tengsla Íslands má ferđast hagkvćmt og vinna tekjuskapandi verkefni. Til ţess ber okkur skilda ađ leita eftir slíku. Á Íslandi er duglegt fólk og aldrei áđur hafa jafnmargir Íslendingar veriđ međ haldgóđa ţekkingu í viđskiptum erlendis.


mbl.is Engin kortavandamál í Kína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Um bloggiđ

Eggert Kjartansson

Höfundur

Eggert Kjartansson
Eggert Kjartansson
Áhugamađur um samfélag ţjóđanna og ţá sérlega ţađ sem ţeim er ekki sameiginlegt
Feb. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband